Pökkunarkvöld í Klúbbhúsinu Brekkustíg 2

Þá er komið að hinu árlega pökkunarkvöldi. Við munum hittast kl 19:00 fimmtudaginn 14. mars og byrja á því að fá okkur pizzu og gos. Svo pökkum við Hjólhestinum niður ásamt skírteinum þeirra sem eru búin að greiða félagsgjöldin. Margar hendur vinna létt verk.  Pizzurnar eru í boði Fjallahjólaklúbbsins.  Gott ef fólk merkir mætingu við þennan viðburð, svo við getum áætlað magn af pizzum.

Читайте на 123ru.net